World of Words in Iceland / Orðaheimurinn á Íslandi
Markmið rannsóknarinnar er að auka færni leikskólabarna í íslensku máli með sérstakri áherslu á fjöltyngd börn. Sú íhlutunaraðferð sem rannsökuð verður er byggð á bandarísku kennsluefni, World of Words, er kallast Orðaheimurinn á íslensku.
01/01/2021
31/12/2023
Sjálfbær starfsþróun kennara til að auka gæði náms og kennslu í íslensku og raungreinum með aðstoð myndbandsupptöku í kennslustundum
Rannsóknarverkefnið snýr að sjálfbærri þróun kennara til að auka gæði náms í íslensku og raungreinum með aðstoð myndbandsupptöku í kennslustundum. Nýjasta þekking á gæðakennslu verður nýtt í starfstengdu faglegu námi þar sem náið samstarf verður á milli kennara og rannsakenda.