...

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarniðurstöður

4 rannsóknir fundust í flokknum Heilsuhegðun.
Heilsuferdalagid
Heilsuferðalagið – Langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988
Heilsuferðalagið er langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988 og er ein af fyrstu rannsóknum á Íslandi til að skoða ítarlega langtímaþróun á heilsufars tengdum þáttum á mótunarárunum frá unglingsaldri til fullorðinsára. Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands auk erlendra samstarfsaðila.

01/01/2024
SKORA mynd
SKORA – Stúlkur, Knattspyrna og Rannsókn á Atgervi
Í rannsókninni verða framkvæmdar ýmsar mælingar á atgervi eins og þrek, snerpa, hraði, kraftur og færni hjá konum í fótbolta. Sérstök áhersla verður á að skoða líkamssamsetningu, kynþroska, beinþroska stúlkna og áhrif tíðahrings á tíðni meiðsla og brottfall stúlkna úr knattspyrnu sem verða síðan tengdir við andlega líðan, líkamlega heilsu, þjálfun og aðra lífstílsþætti.

01/01/2024
31/12/2028
Heilsuhegdun_ungra_Islendinga_Featured
Heilsuhegðun ungra Íslendinga
Viðamikil langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga og tengsl þeirra við svefn, hreyfingu og skólaumhverfi. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við Háskóla Íslands.

01/01/2007
pexels-ajaybhargavguduru-939700
Health Behavior in School aged Children (HBSC)
Health Behavior in School aged Children (HBSC) er rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Markmið rannsóknarinnar er að safna samanburðarhæfum gögnum um heilsu, velferð, heilsuhegðun og félagslegt umhverfi 11, 13 og 15 ára barna í þátttökulöndunum.
01/01/2004
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.