Fjöltyngdar nálganir í fjölbreyttum bekkjum
Markmið þessarar rannsóknar eru í fyrsta lagi að kanna fjöltyngdar nálganir sem íslenskir kennarar og kennarar af erlendum uppruna nota til að byggja á tungumálaforða fjöltyngdra nemenda og styðja þá í tungumálanámi, læsi og námi í mismunandi faggreinum. Í öðru lagi að skoða námsaðferðir fjöltyngdra nemenda, þar á meðal hvernig þeir nýta fyrri þekkingu sína og tungumálin til náms.