Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun
Markmiðið er að skoða hvernig skólafólk (stjórnendur, námsráðgjafar og kennarar) í framhaldsskólum, nemendur og foreldrar tókust á við nýjan raunveruleika meðan á banninu stóð. Rannsókninni verður einkum beint að breytingunni frá vinnu í kennslustofu yfir í fjarnám og langtímaafleiðingum hennar. Fjölbreyttra gagna verður aflað og ólíkum aðferðum beitt við gagnagreiningu.