Menntavísindasvið Háskóla Íslands þátttakandi í verkefninu, Enhancing Mentorship and Professional Opportunities for Women through Education and Role-modeling in ICT (EMPOWER).
EMPOWER verkefnið miðar að því að taka á kynjamisrétti í menntun í upplýsingatækni (UT). Markmiðið er að auka áhuga og þátttöku stúlkna í upplýsingatæknigeiranum með því að innleiða tvö lykilinngrip: þjálfun í kynjafjölbreytileika fyrir kennara og fyrirmyndakynningar undir forystu farsæla kvenkyns UT-sérfræðinga.
Þessi inngrip eru hönnuð til að stuðla að inngildandi námsumhverfi í kennslustofum og hvetja stúlkur til að sjá fyrir sér framtíð í störfum á sviði upplýsingatækni (ICT). Verkefnið byggir á hálf-tilraunasniði (e. quasi-experimental design), þar sem notast er við samanburðarhópa og íhlutunarhópa til að meta árangur aðgerðanna í grunn- og framhaldsskólum. Í upphafi verður framkvæmd tilraunafasi þar sem íhlutunaraðferðirnar verða betrumbættar á grundvelli fyrstu endurgjafar. Í kjölfarið fer fram full innleiðing í 200 skólum í nokkrum löndum, þar sem skólum verður úthlutað af handahófi í annaðhvort íhlutunarhóp eða samanburðarhóp.
Helstu íhlutanir fela í sér:
-
Þjálfun í kynjajafnrétti fyrir kennara: Yfirgripsmikil fræðsla sem miðar að því að auka meðvitund um kynbundna slagsíðu og kenna kynjanæmar kennslufræðilegar aðferðir, þannig að kennarar séu betur í stakk búnir til að skapa inngildandi námsumhverfi sem hvetur stúlkur til þátttöku í upplýsingatækni.
-
Kynningar og verkefni með fyrirmyndum: Skipulagning kynninga og gagnvirkra verkefna leiddra af farsælum konum í upplýsingatækni, sem hafa það markmið að veita stúlkum innblástur með því að sýna mögulegar starfsleiðir á sviðinu og deila velgengnissögum kvenna í greininni.
Væntanlegur árangur verkefnisins felur í sér aukna kynjanæmni meðal kennara og aukinn áhuga og þátttöku stúlkna í upplýsingatækni. Gagnaöflun mun byggja á mati fyrir og eftir íhlutun með aðferðum á borð við kannanir, athuganir, viðtöl og greiningu á verkefnum nemenda. Þátttaka landsyfirvalda í menntamálum mun styðja við skalanleika og sjálfbærni íhlutananna og tryggja að þær verði samþættar víðara menntakerfi.
English
The EMPOWER project aims to address gender disparities in ICT education through a robust experimentation approach. The primary goal is to increase girls’ interest and engagement in ICT professions by implementing two key interventions: gender diversity training for teachers and role model presentations led by successful female ICT professionals. These interventions are designed to foster an inclusive classroom environment and inspire girls to envision themselves in ICT careers. The project employs a quasi-experimental design, utilizing control and intervention groups to evaluate the effectiveness of these initiatives within primary and secondary schools. Initially, a pilot phase will refine the intervention strategies based on preliminary feedback. Following this, a full-scale implementation will take place across 200 schools in multiple countries, with schools randomly assigned to either the intervention or control group.
Key interventions include:
– Gender Diversity Training for Teachers: Comprehensive training sessions to raise awareness of gender biases and teach gender sensitive pedagogical strategies, empowering teachers to create an inclusive classroom environment that encourages girls’ participation in ICT.
– Role Model Presentations and Activities: Organizing presentations and interactive activities led by successful female ICT professionals to inspire girls by showcasing potential career paths in ICT and success stories of women in the field. The project’s expected results include improved gender sensitivity among teachers and increased interest and engagement in ICT among female students. Data collection will involve pre- and post-intervention assessments using surveys, observations, interviews, and analysis of student work. The involvement of national education authorities will facilitate the scalability and sustainability of the interventions, ensuring their integration into broader educational frameworks.



