Hugmyndin um farsæld nemenda kom fram á sjónarsviðið sem viðbragð við að námsárangur væri talinn eina markmið menntunar. Rannsóknir á kennsluháttum hafa tengt ólíka kennsluhætti við ólíka líðan nemenda. Markmið þessarar rannsóknar er að aðgerðabinda ólíka þætti farsældar nemenda í menntunarlegu samhengi og, með notkun fyrirliggjandi gagna, bera kennsl á þá kennsluhætti sem styðja hvað best við farsæld grunnskólanema.
Skilgreiningin á farsæld sem notuð er í þessari rannsókn byggir á sjálfsákvörðunarkenningunni (e. Self-Determination Theory) en samkvæmt kenningunni er uppfylling ákveðinna grundvallarþarfa forsenda farsældar. Þessar þarfir eru þörfin, fyrir sjálfræði (e. autonomy), þörfin fyrir hæfni (e. competence) og þörfin fyrir tengsl (e. relatedness). Í þessari rannsókn verða notuð fyrirliggjandi heildargögn úr upplýsingakerfinu Skólapúlsinn til að meta tengsl grundvallarþarfa nemenda við kennsluhætti annarsvegar og ýmissa birtingarmynda farsældar hinsvegar s.s. líðan nemenda og áhuga nemenda á lestri og stærðfræði. Niðurstöður rannsóknarinnar eiga að gefa kennurum og rannsakendum tækifæri á að aðlaga framtíðarkennslu og rannsóknir að þeim þáttum sem virðast tengjast birtingarmyndum farsældar með hvað sterkustum hætti.