...

Ísabrot: Þverfagleg sjálfbærnimenntun í Listasafni Íslands

Í rannsókninni sem er unnin í samstarfi við Ásthildi B. Jónsdóttur er skoðað hvernig verkefnið Ísabrot í Listasafni Íslands aðstoðar listkennara við menntun til sjálfbærni. Ísabrot nálgast stærstu áskoranir samtímans á sviði umhverfismála, því neyðarástandi í loftslagsmálum sem vofir yfir heimsbyggðinni (Sóllilja Bjarnadóttir, 2021). Rannsóknin byggir á greiningarramma John H Falk (2022), 9 Principles for quality museum experiences. Áherslurnar byggja á 1) hvernig söfn undirbúa skóla fyrir heimsóknir á safn, 2) hvernig söfnin setja fram þverfaglegar listasmiðjur sem byggja á listrænni nálgun á jöklum, bráðnun þeirra og loftslagbreytingum. 3) hvernig söfnin fylgja verkefnum eftir. Með því að tengja niðurstöður gagna við núgildandi Aðalnámskrá grunnskóla, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og rannsóknir á sviði skapandi sjálfbærnimenntunar skapast forsendur til að draga fram sérstaklega hvernig skapandi nálgun á safni getur ýtt undir vangaveltur um hið góða líf og hvað þarf að vera til staðar til að einstaklingur blómstri í sjálfbæru samfélagi. Kastljósinu verður beint bæði að grunn- og framhaldsskólakennurum sem taka þátt í verkefninu Ísabrot.

Rannsakendur
Hanna Ólafsdóttir
Ásthildur B. Jónsdóttir
Samstarfsaðilar
Listasafn Íslands
Rannsóknarafurðir
Tímabil rannsóknar
Frá: 1. janúar 2024
Styrktaraðilar

Flokkar
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.