...

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Leitarniðurstöður

25 rannsóknir fundust í flokknum Rannís.
bruno-nascimento-PHIgYUGQPvU-unsplash
Andleg líðan og notkun fæðubótarefna meðal íþróttafólks á Íslandi
Rannsakendur við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík standa að rannsókn á andlegri líðan og notkun fæðubótarefna meðal íþróttafólks í fremstu röð á Íslandi. Með niðurstöðum þessarar rannsóknar er hægt að kortleggja betur það andlega álag sem íþróttafólk í fremstu röð stendur frammi fyrir og hver notkun þeirra, þekking og viðhorf eru til fæðubótarefna, löglegra og ólöglegra.

20/01/2025
pexels-pixabay-163427
Heildarsýn og umbætur í kennaramenntun: Framþróun fyrir íslenskt menntakerfi
Tilgangur rannsóknarverkefnisins er að kanna með heilstæðum hætti inntak grunnskólakennaranáms á Íslandi. Verkefnið veitir mikilvæga sýn á undirbúning kennara á landsvísu sem og mótar og prófar aðferðir í kennaramenntun sem tengja saman fræði og starf með árangursríkum hætti.

31/01/2024
31/12/2027
Heilsuferdalagid
Heilsuferðalagið – Langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988
Heilsuferðalagið er langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988 og er ein af fyrstu rannsóknum á Íslandi til að skoða ítarlega langtímaþróun á heilsufars tengdum þáttum á mótunarárunum frá unglingsaldri til fullorðinsára. Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands auk erlendra samstarfsaðila.

01/01/2024
Tim Johnson - Unsplash
Kennsluleiðbeiningar með námsorðaforða
Meginmarkmið verkefnisins er að þróa kennsluleiðbeiningar til að styðja grunnskólakennara við að innleiða námsorðaforða og gæðatexta í skólastarf sem ætlað er að efla læsisfærni nemenda

01/01/2024
31/12/2026
LANISskimunarlisti_Featured
LANIS skimunarlisti
Eins og sakir standa eru ekki til áreiðanleg og réttmæt skimunartæki sem foreldrar eða leikskólakennarar geta nýtt til kanna málfærni barna á aldrinum þriggja ára. LANIS skimunarlistinn fyrir frávikum í tal og málþroska hefur verið í þróun um nokkurt skeið og hafa forprófanir gefið til kynna að listinn er áreiðanlegur og réttmætur.

01/01/2024
01/01/2026
Farsaeldarlog_Featured
Farsældarlögin í þremur sveitarfélögum
Markmið rannsóknarinnar er að afla þekkingar á því hvernig þrjú sveitarfélög hafa staðið að innleiðingu og framkvæmd laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.

01/01/2024
31/12/2026
pexels-s-n-b-m-827240-1773113
ESRCI – Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og ungmenna á Íslandi
Markmið rannsóknarverkefnisins Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi (ESRCI) eru að rannsaka með gagnrýnum hætti aðlögun flóttabarna og -ungmenna á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, skipulag náms þeirra og hvernig hugað er að vellíðan þeirra í félagslegu umhverfi og námsumhverfi.

31/01/2023
31/12/2025
Hí- KRI (1)
Sjálfbær starfsþróun kennara til að auka gæði náms og kennslu í íslensku og raungreinum með aðstoð myndbandsupptöku í kennslustundum
Rannsóknarverkefnið snýr að sjálfbærri þróun kennara til að auka gæði náms í íslensku og raungreinum með aðstoð myndbandsupptöku í kennslustundum. Nýjasta þekking á gæðakennslu verður nýtt í starfstengdu faglegu námi þar sem náið samstarf verður á milli kennara og rannsakenda.

01/01/2023
31/12/2025
mika-baumeister-jbHLLCgWs3M-unsplash
Upplifun ungmenna af kynbundnu ofbeldi og forvörnum á Íslandi
Markmið þessa verkefnis er að kanna birtingarmyndir kynbundins ofbeldis í lífi 40 – 66 íslenskra ungmenna og upplifun þeirra af forvörnum gegn því í íslenskum grunn- og framhaldsskólum.

01/01/2022
31/12/2026
lpp-research-team-1
Tungumálastefna og starfshættir fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun
Markmið rannsóknarverkefnisins Tungumálastefna og starfshættir fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun (LPP) er að rannsaka með gagnrýnum hætti tungumálastefnu og starfshætti fjölbreyttra fjölskyldna innflytjenda.

01/01/2022
31/12/2024
bibi-i-berlin
Bíbí í Berlín. Fötlunarfræði og Einsaga. Ný akademísk nálgun
Meginmarkmið rannóknarinnar er að greina þá flóknu og samtvinnuðu sögulegu, menningarlegu og félagslegu þætti sem höfðu áhrif á líf Bíbíar og skópu samfélagsleg viðhorf í garð fatlaðs fólks.

01/01/2021
31/12/2023
gaelle-marcel-L8SNwGUNqbU-unsplash
Mat á áhrifum bekkjarstjórnunar á nemendur og kennara á Íslandi
Hegðunarerfiðleikar hafa neikvæð áhrif á samskipti, nám og framtíðarhorfur nemenda, og líðan og starfsþrek kennara. Erfið hegðun og agavandi eru eitt helsta áhyggjuefni kennara sem kalla eftir aukinni starfsþróun á því sviði. Brýnt er að miðla til þeirra áhrifaríkum leiðum til að draga úr hegðunarvanda.

01/01/2021
31/12/2024
aki-tolentino-Wd5sfFBe4Ng-unsplash (1)
Hvernig getur menntun breytt lífssögu fólks?
Í þessari rannsókn er kenningum Bourdieus og lífssögurannsóknum beitt til þess að skoða hvernig menntun (sem menningarlegt auðmagn og lífssöguleg reynsla) getur mótað sjálfsmynd fólks og lífssögu þess í samspili við félagslega og efnahagslega stöðu þeirra.

01/01/2021
31/12/2023
Vietnam_Featured
Heima og að heiman í 40 ár: Aðlögun þriggja kynslóða Víetnama á Íslandi
Í verkefninu var aðlögun þriggja kynslóða Víetnama á Íslandi skoðuð út frá félags-, menningar- og menntunarsjónarmiðum. Verkefnið snérist um að korteggja menningar- og tungumálaauð þátttakendanna og þær áskoranir sem þeir hafa staðið frammi fyrir í daglegu lífi þeirra, sérstaklega árangri og mistökum við að afla sér menntunar.

01/01/2021
pexels-hazardos-1535244
Ungir innflytjendur og flóttafólk í þátttökumiðuðu skólastarfi: Varða á leið til inngildingar og borgaravitundar í Reykjavík, Osló og London
Þessi eigindlega tilviksrannsókn er samanburðarverkefni sem nær til höfuðborga Íslands, Noregs og Bretlands. Markmiðið er að skilja hugmyndir og sjónarmið ungra innflytjenda og flóttafólks sem stunda nám á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum.

01/01/2020
30/11/2023
annie-spratt-XRN9JXKKIYM-unsplash
Mat á framkvæmd félagakennslu í 1. bekk og áhrifum hennar á lestrarfærni nemenda í 1. og 2. bekk
Þessari rannsókn er ætlað að kanna beitingu og reynslu 1.bekkjar kennara og nemenda af K-PALS og að meta áhrif aðferðanna á byrjandi lestrarfærni nemenda í 1.bekk svo og lestrarfærni og lesskilning sömu nemenda í 2.bekk.

01/01/2020
31/12/2023
rob-maxwell-AO3YjzAU4EE-unsplash
Frá kynferðislegum útlögum til fyrirmyndarborgara: Tengsl hinsegin kynverunda og þjóðernis á Íslandi 1944–2010
Á Íslandi, líkt og í mörgum öðrum vestrænum löndum, var samkynhneigð oft lýst sem erlendri ógn á 20. öld og henni var þannig haldið fyrir utan sjálfsmynd þjóðarinnar. Þjóðernisorðræða átti því þátt í að jaðarsetja samkynhneigða í samfélaginu. Nýleg rannsókn hefur þó sýnt að á 21. öld er Íslandi gjarnan lýst sem „hinsegin útópíu“.

01/01/2020
31/12/2022
pexels-cdc-library-3992933
Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun
Markmiðið er að skoða hvernig skólafólk (stjórnendur, námsráðgjafar og kennarar) í framhaldsskólum, nemendur og foreldrar tókust á við nýjan raunveruleika meðan á banninu stóð. Rannsókninni verður einkum beint að breytingunni frá vinnu í kennslustofu yfir í fjarnám og langtímaafleiðingum hennar. Fjölbreyttra gagna verður aflað og ólíkum aðferðum beitt við gagnagreiningu.

01/01/2020
31/12/2023
antoine-dautry-_zsL306fDck-unsplash
Gæði kennslu í stærðfræði á Íslandi og á Norðurlöndum
Í rannsókninni var miðað að því að þróa skilning á hugrænni virkjun í stærðfræðikennslu á Íslandi og á Norðurlöndum með því að rýna kerfisbundið myndbandsupptökur úr kennslustundum og greina nemendakönnun.

01/06/2019
27/01/2023
camylla-battani-son4VHt4Ld0-unsplash
Erlendar konur á Íslandi: útkoma á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu og samskipti þeirra við heilbrigðiskerfið
Markmið rannsóknarinnar var að bera saman útkoma kvenna af erlendum uppruna og íslenskra kvenna með tilliti til meðgöngu, fæðingar og fyrstu viku eftir fæðingu. Jafnframt var upplifun kvenna af erlendum uppruna skoðuð varðandi samskipti við heilbrigðiskerfið og upplýsingar aflað um reynslu fagfólks af því að veita þessum hópi kvenna þjónustu.

01/01/2018
31/12/2023
Kortlagning reynslu_Featured
Kortlagning reynslu innflytjendakvenna af heimilis- og starfstengdu ofbeldi
IWEV verkefnið var 4 ára rannsóknarverkefni um reynslu innflytjendakvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnustöðum. Þetta verkefni er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og lagði áherslu á að rannsaka upplifun innflytjendakvenna

01/01/2019
31/12/2021
SjonarhornKarla_Featured
Sjónarhorn karla til ofbeldis í garð kvenna í nánum samböndum
Meginmarkmið verkefnisins er að auka þekkingu á ofbeldi í nánum samböndum (bæði gagnkynhneigðum og hinsegin samböndum) með því að skoða reynsluheim þeirra sem beita ofbeldi. Á Íslandi eru nær engar rannsóknir sem hafa beint sjónarhorni sínu að þeim sem beita maka sína ofbeldi og hvernig það tengist sýn á foreldrahlutverkið.

01/01/2019
foreldrar millistétt
Mótun millistéttarinnar gegnum foreldravenjur og -val innan íslensks grunnskólakerfis
Markmið þessarar rannsóknar er að greina hvernig valdatengsl eru endursköpuð með foreldravenjum á Íslandi með áherslu á stétt og kyn. Spurt er hvernig foreldravenjur stuðla að endursköpun stétttengdra valdatengsla með vali á skóla og búsetusvæði.

01/01/2018
31/12/2020
The Learning spaces project
LSP – The Learning Spaces Project
The main objective of the project was to draw lessons from success stories of individual immigrant students and whole school communities at different levels that have succeeded in developing learning contexts that are equitable and socially just.

01/01/2013
31/12/2015
Heilsuhegdun_ungra_Islendinga_Featured
Heilsuhegðun ungra Íslendinga
Viðamikil langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga og tengsl þeirra við svefn, hreyfingu og skólaumhverfi. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við Háskóla Íslands.

01/01/2007
Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.